Mikil aukning í framleiðslu á olíu á sér nú stað í Bandaríkjunum og mun verða á næstu 5 árum. Svo mikil er framleiðsluaukningin vestra að segja má að Bandaríkin leiði þá framleiðsluaukningu sem er á olíu í heiminum. Í Bandaríkjunum er unnið að því að auka framleiðsluna um ríflega 4 milljónum tunna á dag og fer hún úr 15,5 milljónum tunna á dag í 19,6 milljónir tunna árið 2024. 

Það er ekki einungis olíuvinnsla sem mun aukast því vinnsla á gasi fylgir með og þar verður samskonar framleiðsluaukning. Í sumum löndum heims hefur olíuvinnsla minnkað á síðustu árum, meðal annars í Íran og Venezuela, en á móti kemur aukning í Bandaríkjunum, Brasilíu, Noregi og í Guyana, svo einhver lönd séu nefnd. 

Á meðan hafa OPEC ríkin verið að minnka framleiðslu sína til að koma í veg fyrir miklar verðlækkanir en af því virðast Bandaríkin ekki hafa áhyggjur. Útflutningur Bandaríkjann á olíu er komin yfir útflutning Rússlands og mun næstum ná útflutningi Saudi Arabíu. Notkun á olíu er talin munu aukast um 1,2 milljón bpd til ársins 2024 og mun þá ná 106,4 milljón bpd, en þá er búist við toppi oíunotkunar vegna síaukinna nota rafmagnsbíla og annarra sparneytinna bíla. Það er þó flugstarfsemi sem heldur uppi aukningunni á notkun olíu, ekki síst í Asíu og Bandaríkjunum og flug gerir meira en að vinna upp minnkunin á olíunotkun bíla.