Nánast allir er­­lendir ferða­­menn sem koma til Banda­­ríkjanna munu þurfa að vera full­bólu­­settir gegn Co­vid-19 sam­­kvæmt að­­gerðar­á­ætlun sem banda­rísk stjórn­völd vinna nú að. Enn er í gildi ferða­bann til Banda­­ríkjanna og komast ferða­­menn frá Schen­­gen-löndunum, þar á meðal Ís­lands, og fleiri ríkjum ekki til landsins eins og sakir standa. Krafan um fulla bólu­­setningu er liður í vinnu stjórn­valda við að fella úr gildi ferða­bannið.

Þetta hefur Reu­ters eftir em­bættis­manni innan Hvíta hússins. Hann segir stjórn Joe Bidens for­seta ekki reiðu­búna til þess strax að fella ferða­bannið úr gildi vegna vaxandi fjölda Co­vid-smita á heims­vísu af völdum Delta-af­brigðis veirunnar.

Nú eru starfandi vinnu­hópar, þar sem starfs­menn fjölda ráðu­neyta ráða ráðum sínum, „með það að mark­miði að hafa nýtt kerfi reiðu­búið þegar við opnum aftur fyrir ferða­lög,“ segir em­bættis­maðurinn og bættir við að unnið sé að „þrepa­skiptri nálgun sem mun þýða, með fáum undan­tekningum, að er­lendir ríkis­borgarar sem ferðast til Banda­ríkjanna (frá öllum löndum) þurfi að vera full­bólu­settir.“ Hann segir enn fremur að „vinnu­hóparnir eru að móta stefnu og skipu­lag sem verður til reiðu þegar rétti tíminn kemur til að skipta yfir í þetta nýja kerfi.“

Frá al­þjóða­flug­vellinum í Los Angeles. Vaxandi ó­­á­­nægja er víða um heim með ferða­bann Banda­­ríkja­manna.
Fréttablaðið/AFP

Í júlí greindi Reu­ters frá því að það væri nú til um­ræðu í Hvíta húsinu að ferða­menn sem hyggjast sækja Banda­ríkin heim þyrftu að vera full­bólu­settir. Við­ræður hafa átt sér stað við flug­fé­lög og aðra hlutað­eig­andi um hvernig þessu yrði háttað. Því er enn ó­svarað hvaða bólu­setningar­vott­orð yrðu sam­þykkt og hvort fólk bólu­sett með bólu­efnum sem ekki eru leyfð vestan­hafs fái að koma inn í landið. Einnig hefur verið rætt við flug­fé­lög um smitrakningar­kerfi fyrir far­þega.