Hátt­settur yfir­maður í sjó­her Banda­ríkjanna, Frank Mc­Kenzi­e, hefur beðist af­sökunar á loft­skeyta­á­rás hersins í Kabúl í Afgan­istan þann 29. ágúst. Fram kom á blaða­manna­fundi í dag að eftir að hafa farið betur yfir á­rásina þá komst herinn að því að það voru að­eins óbreyttir borgarar sem létust í á­rásinni en ekki öfga­menn eins og áður var haldið fram.

Eftir að hafa beðist af­sökunar á á­rásinni greindi Mc­Kenzi­e frá því að ríkis­stjórn Banda­ríkjanna skoði nú hvort þau greiði fjöl­skyldum þeirra sem létust í á­rásinni bætur.

Hann sagði að á­kvörðun hersins að skjóta á hvíta Toyota Cor­olla, eftir að hafa fylgst með bílnum í marga klukku­tíma, hafi verið á­kvörðun sem tekin var í ein­lægni og byggt á trú um að allar líkur væru á því að innan í bílnum væri að finna ógn gegn þeim sem stóðu þá vörð um flug­völlinn í Kabúl en talið var að um borð í bílnum væri sprengi­efni.

Í frétt AP um málið segir að varnar­mála­ráðu­neytið hafi í­trekað varið á­kvörðunina í kjöl­far á­rásarinnar þrátt fyrir að greint hafi verið frá því að tíu al­mennir borgarar hafi látist, þar af sjö börn. Fjallað var um málið í er­lendum frétta­miðlum og stað­reyndir málsins, miðað við frá­sögn Banda­ríkja­hers, dregnar í efa.

„Ég er núna sann­færður um að allt að tíu al­mennir borgarar, þar af sjö börn, voru drepin í á­rásinni,“ sagði Mc­Kenzi­e á blaða­manna­fundinum. Hann sagði að nú væri ljóst að hvorki bíllinn né þau sem voru inni í honum tengdust ISIS-K á nokkurn hátt og hafi ekki verið ógn við Banda­ríkjunum.

Frétt AP er hér.