Yfirvöld í Bandaríkjunum eru byrjuð að sanka að sér lyfjum sem verið er að rannsaka hvort að virki sem mótefni gegn COVID-19.

Alex Azar, heilbrigðisráðherra, greindi frá þessu í samtali við Fox News.

Flestöll lyfjafyrirtæki heims vinna þessa dagana að því að finna bólu- eða mótefni við kórónaveirunni. Nokkur lyfjafyrirtæki eru búin að fá grænt ljós á að hefja rannsóknir á virki mótefnisins á einstaklingum.

„Það eru þegar komin rúmlega hundrað lyf sem verið er að rannsaka hversu vel virki gegn kórónaveirunni. Við erum að skoða virkni þeirra og munu veðja á það sem okkur þyki líklegt að virki og kaupa birgðir fyrir hundruði milljóna dala,“ sagði Azar og hélt áfram:

„Ef okkur tækist að finna meira en eitt mótefni gætum við reynt að bæta í framleiðsluna og auka framboðið.“