Innlent

Banaslys við Kirkjufell

Erlendi ferðamaðurinn sem féll fram af kletti við Kirkjufell í morgun er látinn.

Maðurinn varð viðskila við göngufélaga sinn.

Göngumaðurinn sem féll fram af klettum við Kirkjufell í morgun er látinn. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá þessu, en mikill viðbúnaður varð í morgun vegna slyssins. Maðurinn hafði orðið viðskila við félaga sinn, féll fram af klettum og lést. 

Björgunarsveitarmenn eru að aðstoða við flutning hins látna af fjallinu og lögregan á Vesturlandi rannsakar tildrög slyssins. 

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í dag að mikill viðbúnaður væri við Kirkjufell vegna slasaðs göngumanns. Fimm sérhæfðir fjallabjörgunarmenn frá höfuðborgarsvæðinu voru meðal annars sendir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysstað. 

Þá fengust upplýsingar frá lögreglunni á Vesturlandi að gönguhópur hefði gengið fram að manninum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mikill við­búnaður vegna slasaðs göngu­manns

Innlent

Lög­reglan sinnt hátt í 60 verk­efnum í kvöld

Innlent

Ís­lendingur í stór­bruna: „Ekki eitt stykki sem við náðum út“

Auglýsing

Nýjast

Sátt um fram­kvæmd Parísar­sam­komu­lagsins

Tekist á um fram­kvæmd Parísar­sam­komu­lagsins í Katowice

Kalla eftir upp­lýsingum um í­grædd lækninga­tæki

Næstum búin að róa alla leið til Akureyrar

Viður­kenna Vestur-Jerúsalem sem höfuð­borg Ísrael

Far­þegi bundinn niður í vél á leið frá Detroit

Auglýsing