Innlent

Banaslys við Kirkjufell

Erlendi ferðamaðurinn sem féll fram af kletti við Kirkjufell í morgun er látinn.

Maðurinn varð viðskila við göngufélaga sinn.

Göngumaðurinn sem féll fram af klettum við Kirkjufell í morgun er látinn. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá þessu, en mikill viðbúnaður varð í morgun vegna slyssins. Maðurinn hafði orðið viðskila við félaga sinn, féll fram af klettum og lést. 

Björgunarsveitarmenn eru að aðstoða við flutning hins látna af fjallinu og lögregan á Vesturlandi rannsakar tildrög slyssins. 

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í dag að mikill viðbúnaður væri við Kirkjufell vegna slasaðs göngumanns. Fimm sérhæfðir fjallabjörgunarmenn frá höfuðborgarsvæðinu voru meðal annars sendir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysstað. 

Þá fengust upplýsingar frá lögreglunni á Vesturlandi að gönguhópur hefði gengið fram að manninum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mikill við­búnaður vegna slasaðs göngu­manns

Innlent

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Auglýsing

Nýjast

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing