Einn maður lést í alvarlegum árekstri sem varð á Reykjanesbraut rétt fyrir hálftíu í gærkvöldi. RÚV sagði fyrst frá.

Áreksturinn varð nálægt álverinu í Straumsvík þegar tveir bílar sem voru að koma úr sitthvorri áttinni skullu saman. Engin annar slasaðist alvarlega.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var um snjóruðningstæki og fólksbíl að ræða.

Reykjanesbraut var lokað á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar fram undir miðnætti á meðan viðbragðsaðilar unnu á vettvangi.

Engar nánari upplýsingar um slysið liggja fyrir eins og er.