Karl­maður, fæddur árið 1992, lést af slys­förum í gær þegar hann féll niður til jarðar af fjórðu hæð fjöl­býlis­húss í mið­borg Reykja­víkur. Frá þessu er greint á frétta­vef DV.

Þar kemur fram að talið sé að maðurinn hafi verið að klifra utan á húsinu. Í frétt DV er bent á að lög­regla hafi ekki gefið út til­kynningu vegna málsins en margir hafi minnst mannsins á sam­fé­lags­miðlum.

„Ég á ó­teljandi minningar af þér og hversu frá­bær þú varst, þó svo að við höfðum ekki mikið hist undan­farin ár, áttirðu alltaf stóran stað í hjartanu mínu og alltaf einn af mínum bestu,“ segir til dæmis kona sem þekkti manninn.

Frétt DV.