Karl­maður á átt­ræðis­aldri lést í um­ferðar­slysi á gatna­mótum Kaup­túns og Urriða­holts­strætis í Garða­bæ í dag. Í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu kemur fram að maðurinn hafi orðið fyrir bif­reið þegar hann gekk yfir götuna. Til­kynning um slysið barst klukkan 07:54 í morgun.

Þá segir í til­kynningu að lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu og rann­sóknar­nefnd sam­göngu­slysa rann­saki til­drög slyssins, en ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Lög­reglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa sam­band í síma 444 1000, en einnig má senda upp­lýsingar í tölvu­pósti á net­fangið helgig@lrh.is