Innlent

Banaslys á Suðurlandi

​Einn lést og þrír slösuðust í alvarlegum tveggja bíla árekstri á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Landeyjahafnarvegi um klukkan hálf þrjú í dag.

Fréttablaðið/Getty

Einn lést og þrír slösuðust í alvarlegum tveggja bíla árekstri á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Landeyjahafnarvegi um klukkan hálf þrjú í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Hinir slösuðu voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir áreksturinn, en ekki hafa fengist upplýsingar um alvarleika meiðsla þeirra. Tildrög slyssins eru ókunn og vegna rannsóknar á vettvangi var Suðurlandsvegur lokaður þar til um klukkan átta í kvöld.

Lögregla biður enn fremur alla sem áttu leið um og mögulega sáu aðdraganda slyssins að hafa samband á netfangið sudurland@logreglan.is

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að vegur var opnaður á ný.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fréttir

Tveggja bíla árekstur við Markarfljót

Innlent

Skuldagrunnur á teikniborði eftirlitsins

Innlent

Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga

Auglýsing

Nýjast

Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju

Segir fyrirferð RÚV líklega ástæðu úttektar

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Dómur í Bitcoin-málinu kveðinn upp í dag

500 milljóna endurbætur vegna húsnæðis mathallar

Ósáttir stóðu vörð um stjórn Theresu May

Auglýsing