Innlent

Banaslys á Suðurlandi

​Einn lést og þrír slösuðust í alvarlegum tveggja bíla árekstri á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Landeyjahafnarvegi um klukkan hálf þrjú í dag.

Fréttablaðið/Getty

Einn lést og þrír slösuðust í alvarlegum tveggja bíla árekstri á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Landeyjahafnarvegi um klukkan hálf þrjú í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Hinir slösuðu voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir áreksturinn, en ekki hafa fengist upplýsingar um alvarleika meiðsla þeirra. Tildrög slyssins eru ókunn og vegna rannsóknar á vettvangi var Suðurlandsvegur lokaður þar til um klukkan átta í kvöld.

Lögregla biður enn fremur alla sem áttu leið um og mögulega sáu aðdraganda slyssins að hafa samband á netfangið sudurland@logreglan.is

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að vegur var opnaður á ný.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fréttir

Tveggja bíla árekstur við Markarfljót

Innlent

Drápu kálffulla langreyði

Innlent

Mikill viðbúnaður vegna hótunar í Mosfellsbæ

Auglýsing

Nýjast

Hittust aftur eftir meira en sextíu ára aðskilnað

Söng í sig hita og hélt sér á floti í tíu klukku­tíma

Kristín Soffía segir ástæðulaust að biðjast afsökunar

Mynd­band: Hnúfu­bakur dólar sér í Djúpinu

Jón Péturs­son nýr að­stoðar­maður Sig­mundar

Mikill fjöldi keyrði undir á­hrifum fíkniefna í júlí

Auglýsing