Innlent

Banaslys á Suðurlandi

​Einn lést og þrír slösuðust í alvarlegum tveggja bíla árekstri á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Landeyjahafnarvegi um klukkan hálf þrjú í dag.

Getty Images

Einn lést og þrír slösuðust í alvarlegum tveggja bíla árekstri á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Landeyjahafnarvegi um klukkan hálf þrjú í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Hinir slösuðu voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir áreksturinn, en ekki hafa fengist upplýsingar um alvarleika meiðsla þeirra. Tildrög slyssins eru ókunn og vegna rannsóknar á vettvangi var Suðurlandsvegur lokaður þar til um klukkan átta í kvöld.

Lögregla biður enn fremur alla sem áttu leið um og mögulega sáu aðdraganda slyssins að hafa samband á netfangið sudurland@logreglan.is

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að vegur var opnaður á ný.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fréttir

Tveggja bíla árekstur við Markarfljót

Innlent

Lilja vill auka aðsókn í kennaranám og lítur til Finnlands

Innlent

Ekki unnt að senda þyrlu vegna skerts hvíldar­tíma

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Ekki leitað á morgun sökum veðurs

Innlent

Tveir teknir án réttinda með fíkniefni

Bretland

Konungs­fjöl­skyldan birtir brúð­kaups­myndirnar

Bandaríkin

Heitir „hörðustu refsiaðgerðum sögunnar“ gegn Íran

Innlent

Úrskurðuð látin eftir slys á Villinga­vatni

Innlent

Sagt upp eftir út­tekt á líðan starfs­fólks skólans

Auglýsing