Lögreglumál

Banaslys á Sæbraut

Einstaklingurinn sem varð fyrir bíl á Sæbrautinni í dag lést á slysstað.

Um er að ræða annað banaslysið á landinu síðastliðinn sólarhring.

Manneskjan sem varð fyrir bíl á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrabrautar lést á slysstað samkvæmt fulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Greint var frá því í morgun að gangandi vegfarandi hafði orðið fyrir bíl og voru áverkar hans strax lýst sem alvarlegum. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Sæbraut var lokuð til vesturs á meðan sjúkraflutningar- og lögreglumenn unnu á vettvangi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni að svo stöddu, en er talið vera slys.

Þetta er annað banaslysið í íslenskri umferð á síðastliðnum sólarhring, en karlmaður lést í bílveltu í Borgarfirði í gærkvöldi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Opið fyrir umferð um Sæbraut á ný

Innlent

Lést í bíl­slysi í Borgar­firði

Lögreglumál

Mikið annríki hjá lögreglu

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing