Lögreglumál

Banaslys á Sæbraut

Einstaklingurinn sem varð fyrir bíl á Sæbrautinni í dag lést á slysstað.

Um er að ræða annað banaslysið á landinu síðastliðinn sólarhring.

Manneskjan sem varð fyrir bíl á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrabrautar lést á slysstað samkvæmt fulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Greint var frá því í morgun að gangandi vegfarandi hafði orðið fyrir bíl og voru áverkar hans strax lýst sem alvarlegum. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Sæbraut var lokuð til vesturs á meðan sjúkraflutningar- og lögreglumenn unnu á vettvangi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni að svo stöddu, en er talið vera slys.

Þetta er annað banaslysið í íslenskri umferð á síðastliðnum sólarhring, en karlmaður lést í bílveltu í Borgarfirði í gærkvöldi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Opið fyrir umferð um Sæbraut á ný

Innlent

Lést í bíl­slysi í Borgar­firði

Lögreglumál

Hótaði lögreglu öllu illu í Eyjum

Auglýsing

Nýjast

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Auglýsing