Lög­reglan á Suður­landi hefur nú til rann­sóknar bana­slys á hjúkrunar­heimilinu Mó­berg á Sel­fossi.

Það kemur fram á vef RÚV. Þar segir að slysið hafi átt sér stað 10. nóvember á þessu ári en Oddur Árna­son segir í sam­tali við frétta­stofu RÚV að ekki sé grunur um að nokkuð sak­næmt hafi átt sér stað.

Hjúkrunar­heimilið opnaði í októ­ber á þessu ári en tólf í­búar fluttu inn í októ­ber. Á heima­síðu Fram­kvæmda­sýslu ríkisins kemur fram að alls sé pláss fyrir 60 íbúa þar.