Al­var­­legt um­­­ferðar­­slys varð í mið­bæ Akur­eyrar í gær þriðju­­dag þar sem ekið var á gangandi veg­faranda.

Veg­farandinn var karl­­maður á átt­ræðis­aldri og lést hann af á­­verkum sínum á Sjúkra­húsi Akur­eyrar síð­­degis í dag. Veg­farandinn var að ganga yfir götu þegar ekið var á hann.

Málið er í rann­­sókn hjá Lög­­reglu­­stjóranum á Norður­landi eystra.