Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, er undir mikilli pressu frá kollegum sínum í breska þinginu eftir að upp komst um partý sem haldið var í húsa­kynnum hans að Downing­stræti 10 í fyrstu bylgju Co­vid far­aldursins í maí 2020.

Talið er að málið geti haft af­drifa­ríkar af­leiðingar fyrir John­son og hafa aðilar í stjórnar­and­stöðunni kallað eftir af­sögn for­sætis­ráð­herrans. Sumir kollegar hans innan Breska Í­halds­flokksins hafa meira að segja sagt að hann geti ekki haldið á­fram sem for­sætis­ráð­herra ef hann verður fundinn sekur um brot á sótt­varnar­lögum.

„Af­koma hans hangir á blá­þræði eins og stendur,“ segir einn hátt­settur lög­gjafi innan Í­halds­flokksins við Reu­ters frétta­stofuna undir nafn­leynd.

„Hann verður að gera hreint fyrir dyrum sínum. Mér finnst oftast að þegar fólk biðst af­sökunar þá lægir það öldurnar.“

John­son er sagður hafa, á­samt konu sinni Carri­e, blandað geði við um 40 mann, flestir starfs­menn for­sætis­ráðu­neytisins, í garðinum að Downing­stræti í svo­kölluðu „bring your own booze“ partýi. For­sætis­ráð­herrann hefur ekki stað­fest hvort hann var við­staddur en vitni sem voru í boðinu hafa tjáð breskum fjöl­miðlum að svo sé.

John­son mun sitja fyrir spurningum í Breska þinginu í dag klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með þeim í beinu streymi hér. Búist er við því að hart verði sótt að for­sætis­ráð­herranum vegna málsins.

Ekki í fyrsta sinn sem Boris braut sóttvarnarlög

Bresk dag­blöð voru upp­full af fréttum af málinu í dag en á for­síðu götu­blaðsins Daily Mail var spurningin sem allir eru að velta fyrir sér nú: „Er ballið búið fyrir Boris?“

„Ef hann hefur logið að breskum al­menningi og logið að þinginu og mætt í partý í sam­komu­banni þá er staða hans ó­verjandi,“ segir vara­for­maður Verka­manna­flokksins, Angela Rayner.

Þetta er þó alls ekki í fyrsta skiptið sem Boris John­son og kollegar hans í Downing­stræti hafa verið sakaðir um brot á sótt­varnar­lögum.

Mynd­band skaut upp kollinum af for­sætis­ráð­herranum og starfs­fólki hans að hlæja og grínast með annað partý sem haldið var í Downing­stræti í sam­komu­banni um jólin 2020. Þá birti The Guar­dian myndir af John­son og meira en tíu manns að drekka vín í Downing­stræti sem er sögð hafa verið tekin í öðru partýi í maí 2020.

Á­sakanirnar sæta nú rann­sókn ríkis­starfs­mannsins Sue Gray og hefur John­son sagt að hann muni ekki tjá sig um þær fyrr en rann­sókninni er lokið.