Í kærunni gegn Alec Baldwin segir að handritið hafi ekki krafið hann um að skjóta af byssunni þegar hann skaut kvikmyndatökumanninn Halyna Hutchins til bana. við tökur á kvikmyndinni Rust í október síðastliðnum.

Mamie Mitchell, umsjónarmaður handritsins höfðaði máli á hendur Baldwin. En það var Mitchell sem tilkynnti atvikið til lögreglu.

Þetta kemur fram á fréttamiðlinum BBC.

Mamie Mitchell umsjónarmaður handritsins.
Mynd/Getty Images

Lögfræðingur hennar Glorisa Allredd segir leikarann hafi spilað rússneska rúllettu þegar hann hleypti af byssunni

„Þetta stóð ekki í handritinu. það þurfi því að finna frekari sannanir hvers vegna þetta hafi gerst,“ segir Allredd.

Hvorki Baldwin né framleiðendur kvikmyndarinnar sem einnig eru kærðir fyrir verknaðinn hafa ekki enn tjáð sig. En Baldwin hefur þó sagt að hann taldi byssana óhlaðna.

Rannsókn málsins stendur enn yfir.