Baldur Borg­þórs­son, vara­borgar­full­trúi Mið­flokksins, sem sagði sig úr flokknum þann 17. nóvember, er genginn í Sjálf­stæðis­flokkinn. Hann til­kynnir þetta á Face­book og endur­tók þar orð sín frá því í nóvember þar sem hann sagðist ætla að standa við kjör sitt með fram­boði M-lista og sitja á­fram sem fyrsti vara­maður fram­boðsins í borgar­stjórn Reykja­víkur til loka yfir­standandi kjör­tíma­bils.

Vara­borgar­full­trúinn gerði sér ferð í Val­höll, höfuð­stöðvar Sjálf­stæðis­flokksins, í dag og skráði sig með form­legum hætti í flokkinn. Þar hafi honum verið vel tekið og segist hafa átt í góðu sam­starfi við Ey­þór Arnalds, odd­vita Sjálf­stæðis­flokksins í borgar­stjórn og sam­flokks­fólk hans.

„Það var sannar­lega góð til­finning að ganga inn í Val­höll á ný og rifjuðust upp góðar minningar frá fyrri tíð og meðal annarra æsku­minningar úr sumar­ferðum Varðar sem á­vallt voru mikið til­hlökkunar­efni,“ segir Baldur.

„Ég vill að lokum þakka góðum vinum í Mið­flokknum sam­fylgdina og óska þeim alls hins besta.“