Baldur Kol­beins­son, fangi á Litla Hrauni, gekk ber­serks­gang á sam­eigin­legum gangi vist­manna í fyrra­dag. Hann braut meðal annars sjón­varp, ís­skáp og sófa og eld­hús­á­höld. Páll Win­kel fangelsis­mála­stjóri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins þurftu fanga­verðir að beita valdi til þess að stöðva Baldur og öðrum föngum hafi verið brugðið vegna á­takanna. Páll segir að í að­stæðum sem þessum sé gripið til við­eig­andi ráð­stafana þegar fangar gerist of­beldis­hneigðir.

Dæmdur fyrir hrottafengna árás á hælisleitanda

Baldur hefur í­trekað gerst sekur um of­beldi gegn sam­föngum sínum. Árið 2014 hlaut hann til að mynda á­tján mánaða fangelsis­dóm fyrir tvær líkams­á­rásir á úti­vistar­svæðinu á Litla-Hrauni. Í annað skiptið makaði hann meðal annars saur á sam­fanga sinn, en það at­vik átti sér stað í maí 2013.
Í janúar 2018 var Baldur, á­samt Trausta Rafni Hendriks­syni dæmdur fyrir al­var­lega líkams­á­rás gegn hæls­leitandanum Houssin Bs­raoi í í­þrótta­sal fangelsisins. Á­rásin var sögð hafa verið bæði skipu­lögð og hrotta­fengin en Houssin var fluttur á sjúkra­hús með brotnar tennur og mikið marinn.

Gripinn við að stela úr nammibar

Sama ár var Baldur svo sakaður um að hafa á Þor­láks­messu stolið jóla­gjöfum og mynd­lykli af á­fanga­heimili Sam­hjálpar.

Þann 29. janúar var Baldur svo gómaður við að stela sæl­gæti úr nammi­bar í sölu­turni í Hraun­bergi í Reykja­vík.