Ríkis­lög­reglu­stjóri vinnur að því að koma á fót bak­varða­sveit lög­reglunnar í ljósi CO­VID-19 far­sóttarinnar. Þetta er til­kynnt á vef stjórnar­ráðsins.

„Í ljósi stöðunnar í kjöl­far heims­far­aldurs Co­vid-19 er ljóst að út­breiðsla veirunnar gæti orðið til þess að valda erfið­leikum við að manna stöður á vissum starfstöðvum. Við slíkar að­stæður er brýnt að tryggja þjónustu lög­reglunnar við borgarana. Því hefur verið á­kveðið að stofna bak­varðar­sveit lög­reglunnar þar sem ein­staklingar sem upp­fylla skil­yrði til starfa geta skráð sig á lista hafi þeir tök á að ráða sig tíma­bundið, hvort sem er í fullt starf eða hluta­starf,“ segir á vef lög­reglunnar. Laun verða greidd sam­kvæmt kjara­samningi Lands­sam­bands lög­reglu­manna við ríkis­sjóð. Or­lofs­réttindi verða greidd út jafn­óðum.

Óskað er eftir fólki sem lokið hefur prófi frá Lög­reglu­skóla ríkisins eða diplóma­prófi í lög­reglu­fræðum á­samt starfs­námi á vegum lög­reglunnar.

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, hvetur alla þá sem geta og upp­fylla skil­yrði skráningar að skrá sig sem bak­verði lög­reglunnar.

Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur út­búið skráningar­form á vef­svæði lög­reglunnar fyrir þá sem eru reiðu­búnir að skrá sig í bak­varðar­sveitina og er það að­gengi­legt á vef lög­reglunnar.