Innlent

Bakhúsið stórskemmt eftir brunann

Bakhús á Vesturgötu er stórskemmt eftir bruna í gær. Nokkur hætta var á útbreiðslu eldsins, en byggð er nokkuð þétt í gamla Vesturbænum

Bakhúsið sem brann var íbúðarhúsnæði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Miklar skemmdir urðu á bakhúsi á Vesturgötu er gjöreyðilagt eftir bruna í gærkvöldi. Hætta var á útbreiðslu eldsins, en íbúðarhús standa þétt á svæðinu. 

Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út síðdegis í gær þegar eldur kom upp í húsnæði á Vesturbötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Einn var fluttur á slysadeild vegna hugsanlegrar reykeitrunar, en enginn var inni í húsinu er slökkviliðið bar að garði. 

Vernharður Guðnason, deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Fréttablaðið að mikill hiti hafi verið á vettvangi er slökkviliðið bar að garði, en vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Eitt helsta áhyggjuefnið var útbreiðsluhætta og fór slökkvilið strax að vinna að því að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út. 

„Áhersla okkar eftir að við komum á staðinn, eftir að við vissum að það var ekki fólk inni, það var að koma í veg fyrir útbreiðslu og slökkva hann,“ segir Vernharður. „Það er allskonar samsaumur á þessum baklóðum og stutt á milli bygginga.“

Tildrög eldsins eru enn ókunn en vettvangur var afhentur lögreglu í gær.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Eldsvoði á Vesturgötu

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Auglýsing