Full­trúar al­manna­varna og Veður­stofunnar segja að unnið sé að endur­bótum á vef­síðum þeirra. Skyndi­legur fjöldi heim­sótti síðurnar í liðinni viku í kjöl­far jarð­skjálfta og hrundu þær báðar. Í til­viki al­manna­varna var um að ræða álag sem síðan réð ekki við en í til­viki Veður­stofunnar var, í þessu til­felli, um að ræða til­viljun. Sér­fræðingur hjá Origo segir að ýmis­legt sé hægt að gera til að halda vef­síðum uppi sama hvað á­lagið er.

Víðir vill beina fólki á samfélagsmiðla ef það er að leita að fréttum um atburði sem voru að gerast.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Síða almannavarna ekki fréttasíða

Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn, segir að al­manna­varnir vinni nú að því að bæta heima­síðu þeirra þannig hún geti tekið á móti skyndi­legu á­lagi. Hann beinir því þó til fólks að það leiti á sam­fé­lags­miðla eftir nýjum upp­lýsingum um at­burði sem voru að gerast.

„Þetta er álag um­fram það sem að vef­þjónarnir ráða við og þrátt fyrir að þessar síður séu hannaðar til að þola mikið álag. Þegar okkar síða fór niður um daginn voru 480 þúsund til­raunir til að fara inn á hana, það er að segja fólk reyndi aftur og aftur og síðan er ekki hönnuð fyrir það,“ segir Víðir

Hann segir að málið sé í skoðun hjá al­manna­vörnum og að mark­miðið sé auð­vitað að byggja síðu sem þolir slíkt álag og það sé mark­miðið.

„Við höfum aldrei lent í þessu áður og hönnunar­for­sendurnar fyrir síðunni voru mjög miklar miðað við ís­lenska vef­síðu en vef­þjónarnir sem hýsa þetta þoldu þetta ekki. Þetta er auð­vitað baga­legt og þarf að laga,“ segir Víðir.

Hann segir að breytingin taki ein­hvern tíma en að það sé alveg vitað hvað eigi að gera.

Hann segir þó að síða al­manna­varna sé ekki frétta­síða og vill frekar beina fólki inn á Face­book-síðu al­manna­varna ef það er í leit að fréttum.

„Við upp­færum fyrst og miklu hraðar á sam­fé­lags­miðlum til að koma fyrstu upp­lýsingum á fram­færi. Röðin í upp­lýsinga­miðlun er að setja fyrst inn á sam­fé­lags­miðla, svo sendum við frétta­til­kynningu til fjöl­miðla og svo upp­færum við vef­síðuna. Það voru til dæmis engar nýjar upp­lýsingar um skjálftana á síðunni þegar allir voru að reyna að fara inn en kannski var fólk að leita sér upp­lýsinga um við­brögð. En síðan er, eins og flestar vef­síður, al­menn upp­lýsinga­síða þar sem fólk getur náð sér í leið­beiningar og annað slíkt en upp­lýsinga um eitt­hvað sem gerðist fyrir tveimur mínútum finnur fólk ekki á vef­síðunni okkar,“ segir Víðir og svarar því játandi spurður hvort að það finni það frekar á samfélagsmiðlum.

En þetta er ekki í takt við þau mark­mið sem við hjá stofnuninni höfum sett okkur og við viljum bæta úr þessu.

Endurbætur á vef Veðurstofunnar - hrun tilviljun

Gunnar Bachman, fram­kvæmda­stjóri upp­lýsinga­tækni­sviðs Veður­stofunnar hjá Veður­stofunni, segir að vefur Veður­stofunnar sé í breytingum, lag­færingum, stækkunum og endur­nýjun á mörgum sviðum og að það hafi verið til­viljun að vefur þeirra hafi hrunið síðasta sunnu­dag þegar skjálftarnir riðu yfir.

„Þetta er ekki bara á­lags­tengt. Þetta er í raun og veru pínu til­viljun. Við erum búin að vera með fókus í ein­hvern tíma að laga og bæta þannig að or­sökin er ekki alltaf álag og í raun bara alls ekki heldur bilun í kerfi.“

Hann segir að innri kerfin sem þau noti séu mörg og það sé lifandi kerfi hvort sem litið er til veðurs, skjálfta eða vatn og það hafi verið bilanir þar sem hafi leitt til þess að vefurinn hrundi.

Hann segir að endur­nýjun vefsins taki langan tíma og að margir komi að henni. Þau hafi fengið auka­fjár­magn og að það standi allt til bóta.

Hann segir að álag á vefinn hjá þeim séu um 15 til 16 þúsund heim­sóknir á sekúndu sem séu sam­bæri­legar við Ddos á­rásir.

„En þetta er ekki í takt við þau mark­mið sem við hjá stofnuninni höfum sett okkur og við viljum bæta úr þessu. Það er byrjað að skila árangri en mun taka tíma þangað til við hættum alveg að fá at­hygli hvað þetta varðar. Þetta stendur allt til bóta,“ segir Gunnar að lokum.

Hægt er að tryggja að skyndileg mikil umferð trufli ekki vefsíður.
Mynd/Origo

Hægt að verjast eða bregðast við svona að­stæðum.

Inga Steinunn Björg­vins­dóttir, sölu­stjóri skýja- og öryggis­lausna hjá Origo, segir að al­mennt séð sé ýmis­legt hægt að gera til að halda vef­síðum uppi sama hvað á­lagið er.

„Það er mjög mis­jafnt hvert hlut­verk vefsins er upp á hvað þarf að gera. En það eru á­kveðin grunn­at­riði sem þarf að hafa í lagi eins og vef­um­sjónar­kerfi sé upp­fært, að þú sért í nýjustu út­gáfu, að efnið sé í takt við það sem þarf að vera, ekki of þungt og svo fram­vegis. En svo eru vefir sem að verða að geta tekið á móti skyndi­legri aukningu í heim­sóknum,“ segir Inga Steinunn.

Hún segir að það geti verið alls­kyns vefir en tekur dæmi um vef þar sem er eitt­hvað nýtt til­boð eins og á Svörtum föstu­degi eða vefur sem þarf að geta miðlað upp­lýsingum um ham­farir sem eru að eiga sér stað.

„Við erum með lausnir sem að hægt er að hafa sem við­bót á heima­síðuna sem hjálpar að taka á móti svona á­lagi. Það er ein af þeim lausnum sem hægt er að nýta til að geta haldið vef uppi þegar skyndi­legt álag kemur,“ segir Inga Steinunn.

Vefsíðan byggð eftir þörfum hvers og eins

Hún segir að sam­bæri­legar að­stæður séu þegar fyrir­tæki er með vef sem verður að standast skyndi­legar á­rásir og að svipaðar lausnir séu notaðar til að verjast slíkum á­rásum.

„Þá er hægt að nýta á­líka lausnir, auð­vitað sér­sniðnar hverjum og einum, en þær eiga að tryggja að mjög mikil um­ferð trufli ekki vefinn,“ segir Inga Steinunn.

Hún segir að vef­síða sé alltaf byggð eftir þörfum hvers og eins og að ef vefurinn eigi að geta tekið á móti skyndi­legri um­ferð vegna ham­fara eða til­boðs­dags þá sé gert ráð fyrir því við hönnun vef­síðunnar.

„Það er hægt að nýta sér lausnir sem hjálpa til við að vinna úr svona um­ferð,“ segir Inga Steinunn

Inga Steinunn segir að svipaðar lausnir séu notaðar í svo­kölluðum Ddos á­rásum sem tals­vert hefur verið um undan­farið.

„Þá kemur gríðar­lega mikil um­ferð úr nokkrum áttum sem að kæfir síðuna og það mætti líkja þessu við á ein­hvern hátt þegar það kemur mikil um­ferð skyndi­lega,“ segir Inga Steinunn.