Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn, segir að baga­legt hafi verið að horfa upp á hvernig um­ræða um mis­ræmi í reglu­gerð heil­brigðis­ráðu­neytisins hefur haft á­hrif á sam­stöðu þjóðarinnar í far­aldrinum. Alma Möller land­læknir segir mikil­vægt að læra af málinu og segist hand­viss um að sam­staða náist að nýju.

Þetta kom fram í fyrir­spurnar­tíma á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna sem fram fór nú klukkan 11:00. Mikil um­ræða hefur verið um mis­ræmi í reglu­gerð ráðu­neytisins, þar sem sumum hefur verið gert að loka starf­semi en öðrum ekki.

„Eins og land­læknir kom inn á með far­sóttar­þreytuna að þá er þetta auð­vitað baga­legt þegar við horfum á það. Og við gerum okkur grein fyrir því að at­burða­rásin síðustu daga er ekki til þess fólgin að auka á sam­stöðuna,“ segir Víðir. Alma segir að mikil­vægt sé að dvelja ekki of lengi við.

„Við ætlum ekki að dveljast í þessu lengi heldur læra af því og gera það sem þarf að gera svo við verðum skýrari, svo sam­staða náist aftur. Við erum hand­viss um að það takist.“

Kom með til­lögu að breyttri út­færslu sem var hafnað

Þá var Þór­ólfur spurður að því hvernig honum þyki skýringar ráðu­neytisins á breytingum á minnis­blaði hans, þar sem meðal annars var á­kveðið að heimila tak­markaða opnun líkams­ræktar­stöðva í trássi við minnis­blað sótt­varna­læknis.

„Ég held að ráðu­neytið hafi gert á­gæta grein fyrir sinni af­stöu og af hverju reglu­gerðin var samin eins og hún var. Það er svo sem fínt. Hins­vegar var í minum til­lögum skýrt að ég lagði til að líkams­ræktar­stöðvar yrðu lokaðar á­fram. Þá kom upp á­kveðið vanda­mál í skil­greiningum. En frá mínu sjónar­hóli get ég alveg fallsit á þessar skýringar ráðu­neytisins,“ segir Þór­ólfur.

„Þetta sýnir bara hvað það er snúið að hafa svona reglur, breyti­legar reglur og undan­þágur sem passa öllum. Höfum marg­oft talað um það og auð­vitað væri ein­faldast að loka öllu og hrein­legast en það er ekki í boði finnst mér.

Í mínu minnis­blaði var talað um það að við myndum leyfa í­þróttir ýmist án snertingar eða með snertingum en skýrt tekið fram að ég óskaði eftir því að líkams­ræktar­stöðvum yrði lokað á­fram. Þegar ráðu­neytið fer að skoða þetta betur sjá þeir ann­marka á því og ég kom með til­lögur til ráðu­neytisins um á­kveðna út­færslu sem hljót ekki hljóm­grunn eða var erfitt að út­færa. Á endanum ber ráðu­neytið á­bygð og þannig var það gert.“