Í dag og á morg­un er út­lit fyr­ir norð­læg­a átt á land­in­u, víða strekk­ing­ur eða all­hvass vind­ur, jafn­vel hvass­ar­i á stök­u stað í vind­strengj­um við fjöll. Þá má einn­ig bú­ast við slydd­u eða snjó­kom­u á norð­an­verð­u land­in­u, en þurrt syðr­a. Hiti verð­ur í kring­um frost­mark.

Á morg­un kóln­ar og verð­ur þá frost að 6 stig­um. Út­lit fyr­ir él norð­an- og aust­an­lands. Sunn­an heið­a verð­ur á­fram þurrt, þó ský verð­i á himn­i.

Síð­an eru á­fram horf­ur á norð­an­átt út vik­un­a með frost­i um allt land.

„Vet­ur­inn hef­ur ver­ið snjó­létt­ur hing­að til, en í vik­u­lok­in ætti að hafa bætt vel í snjó­inn norð­an- og aust­an­lands og lyft­ist þá vænt­an­leg­a brún­in á að­dá­end­um vetr­ar­í­þrótt­a á þeim slóð­um," seg­ir í hug­leið­ing­um veð­ur­fræð­ings.

Veð­ur­horf­ur á land­in­u næst­u daga

Á fimmt­u­dag:
Norð­an­átt, víða 10 til 15 metr­ar á sek­únd­u, en sums stað­ar hvass­ar­a í vind­strengj­um við fjöll. Bjart veð­ur sunn­an til á land­in­u, en él í öðr­um lands­hlut­um. Frost 0 til 7 stig.

Á föst­u­dag og laug­ar­dag:
All­hvöss norð­an­átt og snjó­kom­a eða él, en skýj­að með köfl­um og þurrt að kall­a sunn­an heið­a. Frost 0 til 5 stig.

Á sunn­u­dag og mán­u­dag:
Norð­aust­an­átt og dá­lít­il él norð­an- og aust­an­lands, en bjart­viðr­i á Suð­ur- og Vest­ur­land­i. Á­fram frost um allt land.