Heilsu­gæslan á höfuð­borgar­svæðinu mun bjóða upp á fleiri tíma í sýna­tökur vegna þessa á­stands sem nú er í þjóð­fé­laginu. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Því eigi allir að geta fengið tíma sem þess óski. Þó er á­réttað að enn sé miðað við það að fólk bóki tíma í sýna­töku finni það fyrir ein­kennum eða ef það hefur verið út­sett fyrir kórónu­veiru­smiti.

Heilsu­gæslan getur því tekið tvö þúsund sýni á morgun, um­fram það sem verið hefur til þessa. Bent er á vef heils­gæslunnar, Heilsu­vera.is.