Heil­brigðis­ráð­herra hefur nú á­kveðið að við endur­nýjun hús­næðis fyrir heilsu­gæslu­þjónustu á Akur­eyri verði gert ráð fyrir tveimur starfs­stöðvum heilsu­gæslu í bænum en þetta kemur fram í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins.

„Það er löngu tíma­bært að færa heilsu­gæslu­þjónustuna á Akur­eyri í full­nægjandi hús­næði. Stjórn­völd leggja á­herslu á að efla heilsu­gæsluna sem fyrsta við­komu­stað fólks í heil­brigðis­kerfinu þar sem að­gengi er gott og þjónustan þver­fag­leg. Að­laðandi starfs­um­hverfi sem mætir vel þörfum starfs­fólks og not­enda skiptir máli í því sam­hengi“ segir Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra í til­kynningunni.

Fjögurra vikna bið

Frétta­blaðið greindi frá því síðast­liðinn ágúst að allt að fjögurra vikna bið væri eftir tíma hjá heimilis­lækni á Akur­eyri en um tuttugu þúsund manns eru skráðir á heilsu­gæslu­stöðina. Vinna hafði þá hafist við að finna nýtt hús­næði.

Heilsu­gæslan á Akur­eyri er nú í gömlu hús­næði við Hafnar­stræti. Aug­lýst verður eftir nýju hús­næði fyrir stöðvarnar tvær í byrjun næsta árs en á­kvörðunin er í sam­ræmi við vilja stjórn­enda Heil­brigðis­stofnunar Norður­lands og til­lögu ráð­gjafa­fyrir­tækis sem vann skýrslu um hús­næðið í lok síðasta árs.