Píeta samtökin hlutu í gær 25 milljóna króna styrk til að efla þjónustu við einstaklinga í sjálfsvígshættu. Svandís Svavarsdóttir., heilbrigðisráðherra, veitti samtökunum styrkinn.

„Það er sérstakt umhugsunarefni hve mikið meðalaldur karlmanna hefur lækkað síðasta áratug þegar skoðuð er sjálfsvígstíðni,“ segir Sigríður Björk Þormar, formaður Píeta.

Árið 2020 urðu 47 sjálfsvíg á Íslandi, 32 þeirra á meðal karla. „Styrkurinn mun nýtast vel í frekari forvörnum fyrir unga karlmenn,“ segir Sigríður.

Hjálparsími samtakanna 552-2218, er opinn allan sólarhringinn.