Mannanafnanefnd hefur samþykkt þrettán eiginnöfn og hafnað einu. Nöfnin sem voru samþykkt eru Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim, Rósmar, Bæssam, Viola, Chris og Issa.
Þá var ákveðið að ekki væri leyfilegt að bera nafnið Laxdal sem eiginnafn eða millinafn þar sem það sé skráð í Þjóðskrá sem ættarnafn.