„Útlit er fyrir að kistureitir Garðakirkjugarðs munu fyllast áður en árinu 2022 lýkur og því áríðandi að fyrirhuguð stækkun verði framkvæmd sem allra fyrst,“ segir í bréfi Garðasóknar þar sem óskað er eftir auknu fjárframlagi.

Garðasókn segir rekstrarstöðuna erfiða og biður um aukna þátttöku Garðabæjar í áætluðum 47,2 milljóna króna kostnaði við stækkunina.

„Jafnframt er farið fram á að bærinn hraði vinnu sinni eins og unnt er við undirbúning og framkvæmd verksins svo ekki komi upp sú erfiða staða að neita þurfi bæjarbúum um kistu­grafir í garðinum.“