Tveir ein­staklingar eru nú al­var­lega slasaðir eftir að eldur kviknaði í íbúð í Máva­hlíð í vikunni en greint er frá því á heima­síðu Grinda­víkur­bæjar að annar ein­stak­lingurinn hafi verið kona að nafni Sól­rún Alda Waldorf­f. Vin­konur Sól­rúnar standa fyrir bæna­stund í Grinda­vík í kvöld.

„Elsku vin­kona okkar hún Sól­rún Alda er að berjast fyrir lífi sínu og langar okkur vin­konunum að halda bæna­stund í Grinda­víkur­kirkju á morgun föstu­daginn 25.okt kl 20:30,“ segja vin­konur Sól­rúnar í skila­boðum sem þær hafa látið ganga á Face­book.

Flutt er­lendis á sjúkra­hús

Frétta­blaðið greindi frá því fyrr í dag að tveir ein­staklingar væru mjög al­var­lega slasaðir eftir brunann sem átti sér stað í íbúð í Máva­hlíð að­fara­nótt mið­viku­dagsins 23. októ­ber. Í til­kynningu frá lög­reglu kemur fram að þrír aðilar á þrí­tugs­aldri, ein kona og tveir karlar, hafi verið fluttir á slysa­deild.

Í frétt Grinda­víkur­bæjar kemur fram að Sól­rún hafi verið flutt er­lendis á sjúkra­hús til frekari að­hlynningar en ekki er vitað hver staða hins aðilans er. Móðir Sól­rúnar segir segir á­standið vera mjög al­var­legt og að Sól­rún væri í lífs­hættu. Tekin væri ein klukku­stund í einu og að allar bænir kæmu til með að hjálpa.

Full­trúi lög­reglu gat ekki tjáð sig frekar um málið þegar Frétta­blaðið hafði sam­band við hann í morgun en stað­festi að á­standið væri al­var­legt. Að sögn lög­reglu er málið enn í rann­sókn en talið er að eldurinn hafi kviknað í potti á elda­vélar­hellu.