Bæjar­stjórn Akur­eyrar mót­mælir harð­lega á­kvörðun Fangelsis­mála­stofnunar um að loka fangelsinu á Akur­eyri „án nokkurs sam­ráðs við bæjar­yfir­völd eða aðrar sveitar­stjórnir á svæðinu“ eins og segir í til­kynningu bæjar­stjórnarinnar. Á­kvörðunin skjóti skökku við í ljósi þess að yfir­lýst stefna stjórn­valda sé að fjölga at­vinnu­tæki­færum á lands­byggðinni. Allir þing­menn kjör­dæmisins sem eru jafn­framt í stjórnar­and­stöðu hafa for­dæmt á­kvörðunina.

Krefjast þess að stjórnvöld grípi inn í

Við lokun fangelsisins leggjast niður fimm störf á Akur­eyri og furðar bæjar­stjórnin sig á því að „fangelsis­mála­yfir­völd taki ein­hliða og án nokkurs fyrir­vara á­kvörðun um að loka fangelsinu“. „Bæjar­stjórn krefst þess að stjórn­völd grípi tafar­laust í taumana og ó­gildi þessa á­kvörðun,“ segir í til­kynningunni.

Þá er bent á að sam­legðar­á­hrif í starfi lög­reglunnar á Norður­landi eystra og fangelsisins á Akur­eyri séu og hafi um ára­tuga­skeið verið afar mikil. „Fram til þessa hafa fanga­verðir á vegum Fangelsis­mála­stofnunar einnig sinnt föngum sem gista fanga­geymslur lög­reglunnar vegna rann­sóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum á­stæðum. Ef á­kvörðun um að loka fangelsinu á Akur­eyri verður ekki aftur­kölluð, þurfa frá og með næstu mánaða­mótum að jafnaði tveir af fimm lög­reglu­mönnum á vakt að sinna fanga­vörslu flesta daga ársins.“

Bæjar­stjórnin telur því að á­kvörðunin muni að ó­breyttu kalla á stór­aukið fjár­magn til lög­gæslu á Norður­landi eystra ef lög­gæsla á svæðinu eigi ekki að skerðast svo um muni. „Lög­reglan á Akur­eyri hefur einnig með höndum eftir­lit og út­kalls­lög­gæslu á Greni­vík, Sval­barðs­eyri, í Eyja­fjarðar­sveit, Hörg­ár­sveit og sveitum og þjóð­vegum þar í kring. Vand­séð er hvernig þrír lög­reglu­menn geta sinnt allri slíkri lög­gæslu í um­dæminu,“ segir bæjar­stjórnin.

„Bæjar­stjórn Akur­eyrar telur með öllu ó­líðandi að Fangelsis­mála­stofnun geti í trássi við yfir­lýsta stefnu stjórn­valda í byggða­málum og án sam­ráðs við sveitar­stjórnir á svæðinu tekið slíka á­kvörðun um að flytja 5 störf af lands­byggðinni á höfuð­borgar­svæðið og þar með sett lög­gæslu á svo stóru svæði landsins í al­gjört upp­nám,“ segir loks í til­kynningunni.

Þingmenn minnihlutans ósáttir

„Þetta eru hörmu­leg tíðindi og á­kvörðunin verður vonandi endur­skoðuð,“ sagði Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar og þing­maður Norð­austur­kjör­dæmis, þegar fréttir af lokun fangelsisins bárust á mánu­dag. „Nú skilst mér að á­kvörðunin sé fyrst og fremst rekstrar­legs eðlis en ekki fag­leg. Ef peninga­leg sjónar­mið fá ævin­lega að ráða er sjálf­sagt hægt að reikna út að hag­kvæmt sé að skella í lás víða um land og reka eina stóra sjoppu á suð­vestur horninu.“

Hann sagði að eðli­legra væri að fara í mark­vissa upp­byggingu á Akur­eyri til að fjölga þar í­búum á norð­austur­horninu til mót­vægis við fjöl­býlið í Reykja­vík.

Þetta eru hörmuleg tíðindi og ákvörðunin verður vonandi endurskoðuð. Mér skilst að fangelsið sé til fyrirmyndar og...

Posted by Logi Einarsson on Monday, July 6, 2020

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins og þing­maður kjör­dæmisins, tekur í sama streng og Logi og bæjar­stjórn Akur­eyrar. Hann segir að á­kvörðunin um lokun fangelsisins hljóti að vera ein­hvers konar „kerfis­villa“ sem verði dregin til baka.

„Því skyldu stjórn­völd vilja leggja niður 5 störf á Akur­eyri til þess eins að auka ó­hag­ræði?“ spyr hann vini sína á Face­book.

Ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri hlýtur að hafa verið einhvers konar „kerfisvilla” sem verður dregin til...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Wednesday, July 8, 2020

Flokk­systir hans Anna Kol­brún Árna­dóttir sem er einnig kjörin þing­maður Norð­austur­kjör­dæmis sagði þá á mánu­dag að hún væri nokkuð viss um að gefin skýring um að verið væri að mæta hús­næðis­vanda héldi ekki vatni.

„Það hlýtur að vera gilt sjónar­mið að fangar geti af­plánað dóm sinn í heima­byggð, margir eiga fjöl­skyldur og jafn­vel börn sem búa á norður­landi, eða skiptir það ekki máli? Eins er um fanga sem kannski vilja af­plána sinn dóm fjarri heima­byggð, þá er það ekki í boði lengur. Allt skal suður, allt,“ sagði hún.

Er þá með þessu sagt að ekki verði byggt við lögreglustöðina, að verið sé að mæta húsnæðisvandanum með þessu hætti? Ég...

Posted by Anna Kolbrún Árnadóttir on Monday, July 6, 2020

Albert­ína Frið­björg Elías­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar og fjórði og síðasti þing­maður Norð­austur­kjör­dæmis í stjórnar­and­stöðu, hefur einnig hneykslast á málinu. „Það er alveg hreint magnaður and­skoti hvernig alltaf er hægt að reikna út sparnað með niður­skurði utan höfuð­borgar­svæðisins,“ sagði hún á Face­book.

Henni virtist sem á­kvörðunin væri veru­lega van­hugsuð. „Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Fangelsis­mála­stofnun leggur þetta til en þetta sama var til­kynnt 2015 en sem betur fer hafði þá­verandi dóms­mála­ráð­herra vit á að stöðva þá á­kvörðun. Vonandi sér nú­verandi ráð­herra einnig að sér og stoppar þessi á­form.“

Það er alveg hreint magnaður andskoti hvernig alltaf er hægt að reikna út sparnað með niðurskurði utan...

Posted by Albertína Friðbjörg Elíasdóttir on Tuesday, July 7, 2020