Íris Róberts­dóttir, bæjar­stjóri Vest­manna­eyja, gagn­rýnir harð­lega fyrir­ætlanir dóms­mála­ráð­herra um að fækka sýslu­manns­em­bættum landsins um átta.

„Hvers vegna er þessi þrá­hyggja gagn­vart því að leggja allt niður á lands­byggðinni! Að hafa einn sýslu­mann fyrir allt landið (örugg­lega í Reykja­vík) er ekki góð hug­mynd,“ skrifar Íris á Face­book.

Greint var frá því í Frétta­blaðinu í dag að Jón Gunnars­son, dóms­mála­ráð­herra, hyggist leggja fram frum­varp á næstunni um að sýslu­mönnum verði fækkað úr níu í einn.

Ljóst er að ekki allir eru sáttir við þetta út­spil ráð­herra og segir Íris að Eyja­menn muni ekki sætta sig við þessar á­ætlanir.

„Þessu verður mót­mælt harð­lega! Eins og við gerðum þegar síðasti dóms­mála­ráð­herra reyndi að leggja niður sýslu­manns­em­bættið hér í Eyjum 2019. Hér þarf að vera sýslu­maður, það hefur sýnt sig. Við munum ekki sætta okkur við þetta út­spil ráð­herra!“ skrifar Íris.