Tahir Malik, bæjar­stjóri Luton á Eng­landi, hefur sagt af sér eftir að hann braut gegn reglum sem settar voru vegna kórónu­veirufar­aldursins. Malik var myndaður í garð­veislu sem haldin var þann 21. júlí síðast­liðinn.

Reglum sam­kvæmt máttu að­eins sex koma saman utan dyra svo lengi sem tveggja metra reglan væri virt. Kórónu­veiru­til­fellum í Luton hafði fjölgað nokkuð um það leyti sem garð­veislan var haldin og því þótti gjörningur bæjar­stjórans ó­heppi­legur í meira lagi.

Í yfir­lýsingu sem hann sendi frá sér í dag sagðist hann telja rétt að segja af sér vegna málsins. Hann bað íbúa Luton af­sökunar og sagðist sjá mikið eftir því að hafa brotið um­ræddar reglur.

Malik var myndaður í garð­veislunni og á einni myndinni má sjá hann með and­lits­grímuna hangandi niður á háls. Hann, á­samt tveimur öðrum bæjar­full­trúum, sagðist hafa talið að um væri að ræða lítinn gleð­skap og aldrei hafi staðið annað til en að fylgja öllum reglum vegna CO­VID-19 far­aldursins. Fleiri gestir hafi bæst við hópinn en það hafi verið á­byrgðar­leysi af hans hálfu að yfir­gefa ekki gleð­skapinn strax.

„Ég hef lært mína lexíu en ég vona að af­leiðingar gjörða minna verði til þess að fólk hugsi um mikil­vægi þess að fylgja settum reglum í far­aldrinum.“