Karl Óttar Péturs­son, bæjar­stjóri Fjarða­byggðar hefur óskað eftir því að fá að láta af störfum og hefur það verð sam­þykkt. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Fjarða­byggðar.

Sveitar­fé­lagið þakkar Karli Óttari vel unnin störf og óskar honum vel­farnaðar í fram­tíðinni, að því er fram kemur á vef þess.

Bæjar­ráð Fjarða­byggðar fundar síð­degis í dag og mun senda frá sér yfir­lýsingu að loknum fundi.