Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra gefur kost á sér í 1. sætið í prófkjöri lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, segir jákvætt að reynt fólk gefi kost á sér í bæjarmálin og til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem nú sé í bænum.

Guðmundur Árni á langan póli­tískan feril að baki sem þingmaður, ráðherra, bæjarstjóri og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Undanfarin sextán ár hefur hann gegnt embætti sendiherra.

Á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi sagði Guðmundur Árni tíma kominn til þess að breyta stjórnarháttum í Hafnarfjarðarbæ.

Þreytumerki séu á stjórn Sjálfstæðisflokksins á bænum og opna þurfi stjórnsýsluna. Stjórnkerfið hafi lokast og fólk fái ekki úrlausn sinna mála.

Guðmundur Árni stefnir hátt í bæjarstjórnarkosningum 14. maí og segist ætla að tvöfalda fylgi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði