Bæjar­ráð Vest­manna­eyja samþykkti á fundi sínum í hádeginu í dag ýmis tækis­færis­leyfi meðal annars leyfi fyrir sölu á­fengis utan­dyra, leyfi til að skjóta upp flug­eldum og til að halda brennu. Þá var einnig sam­þykkt að halda tón­leika á bíla­stæði bak við húsið á Strand­vegi 30 á laugar­deginum 1. ágúst frá 23:00 til 03:30.

Íris Róberts­dóttir, bæjar­stjóri í Vest­manna­eyjum, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að um sé að ræða mjög lítil leyfi miðað við venju­lega Þjóð­há­tíð og á hún ekki von á ein­hverjum fjölda til Eyja.

„Ég held það verði nú alltaf eitt­hvað af fólki en ég á ekki von á ein­hverjum fjölda,“ segir Íris.

Hún í­trekar að hvorki Vest­manna­eyja­bær eða ÍBV er að standa fyrir neinum há­tíðar­höldum um verslunar­manna­helgina.

„Við eigum von á því að fólk fari var­lega og eigi góða helgi með fjöl­skyldunni sinni. Við lítum bara á það þannig að þetta verði svona heima­þjóð­há­tíð,“ segir Íris.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Flugeldasýning, brenna, áfengissala utandyra og tónleikahald

Bæjar­ráð sam­þykkti meðal annars að veita 900 Grill­húsi leyfi til sölu á­fengis utan­dyra við veitinga­staðinn 14:00 til 20:00 á laugar­daginn og sunnu­daginn í til­efni Þjóð­há­tíðar­helgarinnar. Þá var einnig sam­þykkt um­sókn Braga Magnús­sonar um leyfi fyrir stórri brennu við Fjósak­lett frá kl 23:59 föstu­daginn 31. Júli og leyfi til að skjóta upp flug­eldum í tengslum við brennuna.

Kráin í Vest­manna­eyjum fékk einnig leyfi til sölu á­fengis utan­dyra við hlið veitinga­staðarins milli kl: 10:00 og 23:00 frá fimmtu­deginum til þriðju­dags The Brot­hers Brewery fékk einni sam­þykkt leyfi til sölu á­fengis í tjaldi við hlið brugg­hússins milli 14:00 til 18:00 frá fimmtu­degi til mánu­dags.

Um­sókn Svövu Kristínar Grétars­dóttur, um leyfi til að halda styrktar­tón­leika á bíla­stæði frá laugar­degi til 03:30 á sunnu­deginum var einnig sam­þykkt. Um var er að ræða tæki­færis­leyfi án sölu á­fengis.

Miðasala í Herjólf á pari við Goslokahátíð

Guð­bjartur Ellert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, segir miða­sala í bátinn fyrir helgina vera á­gæta en það muni samt ekki skýrast fyrr en seinna í vikunni.

„Þetta er allt annað um­hverfi en var á síðasta ári. Við erum bara að sigla á hefð­bundinni á­ætlun en erum með sjöundu ferðina inni, sem er þá yfir miðjan daginn frá fimmtu­degi fram á mánu­dag,“ segir Guð­bjartur

„Það má búast við að þetta verði svipað og Gosloka­há­tíðin. Meira af Vest­mann­eyingum bú­settum annars staðar að kíkja heim,“ segir hann enn fremur.