Bæjarlistinn fékk flest atkvæði greidd á Akureyri eða 18,7 prósent og bættu þeir þar með við sig einum fulltrúa.

Flokkurinn er stærstur í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa en ellefu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur en hann fékk 18 prósent atkvæða og tvo fulltrúa líkt og í síðustu kosningum. Þá fékk Framsóknarflokkurinn 17 prósent og tvo fulltrúa.

Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð fengu öll einn fulltrúa kjörinn.

Hið nýja framboð K-listans, Kattarframboðið, náði ekki manni inn og sama á við um Pírata.

Allir flokkarnir mynduðu samstjórn í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.

Bæjarlistinn fékk flest atkvæði greidd á Akureyri eða 18,7 prósent og bættu þeir þar með við sig einum fulltrúa.
Fréttablaðið
Hér má sjá alla ellefu bæjarfulltrúa á Akureyri.
Fréttablaðið