Pylsuvagn Bæjarins beztu var í dag færður á sinn stað eftir að hafa tímabundið verið færður yfir götuna við Pósthússtræti vegna framkvæmda. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri birti mynd á Instagram-reikningi sínum í dag þar sem sjá má þegar vagninn er hífður upp og færður til baka.

Vagninn var upprunalega opnaður árið 1937 og hefur fyrir löngu síðan skapað sér sess sem ómissandi hluti í flóru miðbæjarins. Þá flykkjast þangað ferðamenn daglega sem heyrt hafa sögur af lostætinu sem íslensku pylsurnar eru.