Innlent

Bæjarins beztu á sinn stað á ný

​Pylsuvagn Bæjarins beztu var í dag færður á sinn stað eftir að hafa tímabundið verið færður yfir götuna við Pósthússtræti.

Búið er að koma pylsuvagninum fyrir á sínum stað. Fréttablaðið/Ernir

Pylsuvagn Bæjarins beztu var í dag færður á sinn stað eftir að hafa tímabundið verið færður yfir götuna við Pósthússtræti vegna framkvæmda. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri birti mynd á Instagram-reikningi sínum í dag þar sem sjá má þegar vagninn er hífður upp og færður til baka.

Vagninn var upprunalega opnaður árið 1937 og hefur fyrir löngu síðan skapað sér sess sem ómissandi hluti í flóru miðbæjarins. Þá flykkjast þangað ferðamenn daglega sem heyrt hafa sögur af lostætinu sem íslensku pylsurnar eru.

Hinum megin við götu Pósthússtrætis. Þar var vagninn um skeið vegna framkvæmda við Hafnartorg. Fréttablaðið/Ernir

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sjúkrabíll komst ekki að heimili fárveiks manns

Veður

Kalt og slæm færð í dag

Lögreglumál

Maður með ljá í Breiðholti

Auglýsing

Nýjast

Sá grun­­sam­­legan bíl á ferð við heimili Hagen hjónanna

Dýrasti Mustanginn fór á 267 milljónir

Morðið á Grace Millane: Ákærði neitar sök

Þrjú börn köfnuðu ofan í frysti­kistu

BMW Group seldi 142 þúsund rafvædda bíla á síðasta ári

Rafflug innan fimmtán ára

Auglýsing