Sif Huld Alberts­dóttir, bæjar­full­trúi Ísa­fjarðar­bæjar, hefur gert bóta­kröfu á hendur Ísa­fjarðar­bæ vegna lang­varandi og ó­tví­ræðs ein­eltis í sinn garð. Hún hefur á sama tíma beðist lausnar frá störfum sínum sem bæjar­full­trúi sem og öðrum verk­efnum sem því fylgja. Sif Huld hefur setið í bæjar­stjórn síðast­liðin þrjú ár fyrir hönd Sjálf­stæðis­flokksins.

„Á­stæðan fyrir því að ég biðst lausnar er sú að í tæpt hálft ár hefur staðið yfir rann­sókn á ein­elti af hálfu em­bættis­manns Ísa­fjarðar­bæjar gegn mér. Ísa­fjarðar­bær fékk ráð­gjafa­fyrir­tækið Attentus til að taka við málinu og greina þann djúp­stæða vanda sem við stóðum fyrir. Í lok mars kynnti svo Attentus niður­stöðu ítar­legrar greiningar sem var unnin var með við­tölum við vitni og aðra tengda málinu. Niður­staðan var að um ein­elti var að ræða og ljóst að ég hafði í­trekað vakið at­hygli á þessum sam­skiptum,“ segir Sif Huld í yfir­lýsingu sem hún sendi frá sér í dag.

Þar segir Sif Huld enn fremur að í skýrslunni hafi einnig komið fram sú niður­staða að sveitar­fé­lagið hafi brugðist henni með því að að­hafast ekki í málinu fyrr þar sem hún hafi oft sagt frá bæði erfiðum og djúp­stæðum sam­skipta­vanda.

„Ef sveitar­fé­lagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að ein­eltið hefði ekki orðið eins al­var­legt og lang­varandi. Ég gaf strax út að ég væri til­búin í sátta­með­ferð en fékk þau skila­boð að hinn aðilinn væri ekki til­búin til sátta. En eftir um sjö vikna töf vegna and­svara og seina­gangs leggur Ísa­fjarðar­bær til sáttar­með­ferð,“ segir Sif Huld í yfir­lýsingu sinni.

Ef sveitar­fé­lagið hefði brugðist við strax hefði það getað orðið til þess að ein­eltið hefði ekki orðið eins al­var­legt og lang­varandi. Ég gaf strax út að ég væri til­búin í sátta­með­ferð en fékk þau skila­boð að hinn aðilinn væri ekki til­búin til sátta.

Treystir sér ekki til að starfa áfram sem bæjarfulltrúi

Hún segir að stjórn­sýslan hafi brugðist sér og að því treysti hún sér ekki til að starfa á­fram sem bæjar­full­trúi.

„Ísa­fjarðar­bær hefur ekki beðist form­lega af­sökunar á því hvernig málið hefur þróast, hvað þá á ein­eltinu sjálfu. Mér finnst stjórn­sýslan hafa brugðist í þessu máli og því treysti ég mér ekki til að starfa á­fram sem bæjar­full­trúi.“

Hún segir að vegna að­gerða­leysis bæjarins hafi hún á­kveðið að gera bóta­kröfu á hendur Ísa­fjarðar­bæjar, þar sem niður­staðan var ó­tví­rætt, lang­varandi ein­elti. Ég hef falið Sæ­vari Þór Jóns­syni lög­manni að gæta réttar míns í málinu.

„Ég vil þakka bæjar­full­trúum kær­lega fyrir sam­starfið á síðustu þrjú árin og ég vil sér­stak­lega þakka í­búum Ísa­fjarðar­bæjar inni­lega fyrir það traust að fá að starfa í þeirra þágu, en á meðan ég get ekki treyst kerfinu get ég ekki unnið fyrir kerfið í þágu í­búanna,“ segir hún að lokum.