Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmdastjóri Síldar­vinnslunnar, segir að það haf i aldrei verið ætlunin með tölvu­póst­sam­skiptum sínum við stjórn­endur Sam­herja að blekkja neinn. Líkt og greint var frá í blaðinu í gær sendi Gunn­þór tölvu­póst í lok apríl árið 2014 á Aðal­stein Helga­son, Jóhannes Stefáns­son og mann hjá Sam­herja sem hefur net­fangið siggi@sam­herji.is. Þar óskar hann eftir til­búnum punktum þar sem „ein­hverjir heima­menn“ séu að þykjast fara í upp­byggingu á Austur-Græn­landi til að komast yfir veiði­heimildir og vel­vild.

„Sælir fé­lagar. Þannig er mál með vexti að vinur okkar í Græn­landi, Henrik Leth, var að biðja mig að setja niður fyrir sig hvað þyrfti til í fjár­festingum, veiðum, vinnslu og hafnar­mann­virkjum ef menn myndu vera setja upp fiski­mjöls og upp­sjávar­verk­smiðju í Amma­salik austur­strönd Græn­lands,“ út­skýrir Gunn­þór. „Hann er ekki að hugsa um að setja neitt upp, heldur eru ein­hverjir heima­menn í Græn­landi með ein­hverja með sér í því að reyna ná kvótum og goodwill af stjórn­völdum með því að þykjast vera fara byggja upp á Austur Græn­landi,“ undir­strikar Gunn­þór. „Eigið þið ekki til­búna ein­hverja svona punkta þó svo að þeir eigi við um Afríku?“

Jóhannes svarar. „Það er kannski spurning um að taka frá Marokkó, hvað segirðu um það?“ spyr Jóhannes í svar­skeyti og beinir þá spurningunni til Sigga.

„Gunn­þór, ertu að leitast eftir ein­hverju ýtar­legu eða bara í kynning ar­formi?“ spyr hann síðan stjórnanda Síldar­vinnslunnar.

Gunn­þór svarar þá: „Nei, bara punktum hvað þarf.“

Sleginn yfir um­fjöllun Kveiks

Frétta­blaðið hafði sam­band við Gunn­þór á fimmtu­dag og tjáði honum að daginn eftir yrði birt frétt um tölvu­póst­sam­skipti hans sem væru að finna í skjölum Wiki­leaks tengdum Sam­herja. Vildi hann ekki tjá sig eða svara spurningum á þeim tíma­punkti. Bað hann um að hringt yrði í sig daginn eftir.

Eftir að fréttin birtist vísaði Gunn­þór því al­farið á bug að það haf i verið ætlunin að blekkja Græn­lendinga, ekki haf i verið al­vara að baki póstinum. Hann segist vera sleginn yfir um­fjöllun Kveiks og ekki hafa hug­mynd um hvað Sam­herji hafi verið að gera í Afríku, þó hann hafi verið að biðja um punkta sem eigi við starf­semi Sam­herja í Afríku.

Síldarvinnslan sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að Henrik Leth hafi haft sam­band við Gunn­þór og tjáð honum að á Græn­landi væri í um­ræðunni að ein­hverjir á­formuðu að koma upp fiski­mjöls- og upp­sjávar­vinnslu í Ammassalik á austur­strönd landsins. Segir einnig að Henrik hafi talið á­formin mjög ó­raun­hæf og talið þau lið í að ná kvóta hjá græn­lenskum stjórn­völdum. Hann hafi þá leitað til Gunn­þórs til að fá nánari upp­lýsingar um tækni­leg mál­efni og kostnað við upp­byggingu eins og þessa. Þá hafi Gunn­þór leitað til Sam­herja því hann vissi að Sam­herji hefði ný­lega látið gera á­ætlanir um slíka upp­byggingu í Marokkó.