Sonju Lind Estra­jher Ey­glóar­dóttur, starfs­manni þing­flokks Fram­sóknar, hefur borist af­sökunar­beiðni frá þeirri mann­eskju sem hringdi í hana og aðra starfs­menn flokkanna um miðja nótt. Hún greinir frá þessu á Face­book.

Frétta­blaðið ræddi við Sonju fyrr í dag vegna málsins. Lýsti hún því að sím­talið hefði verið gífur­lega ó­þægi­legt, manneskjan hefði meðal annars grátið í símann og spurt hana hvern hún ætti að kjósa.

„Mér hefur borist af­sökunar­beiðni, manneskjan hefur séð að sér og viður­kennt hversu fá­rán­leg þessi fram­koma er og ætlar að ræða við vin­konur sínar,“ skrifar Sonja.

„Ég kann að meta þegar fólk hefur þroska til þess að viður­kenna mis­tök, við höfum öll ein­hvern­tíman gert mis­tök. Vonandi getum við bara öll unnið saman að búa til betra sam­fé­lag, það er svo miklu skemmti­legra.“