Eftir helgina er liðið eitt ár frá ör­laga­ríku slysi sem Svava Magnús­dóttir og vin­konu­hópur hennar varð fyrir á Tenerife þegar toppur af pálma­tré féll ofan á þær, þar sem þær höfðu ný­verið sest niður á veitinga­stað.

Svava varð fyrir al­var­legum mænu­skaða og er lömuð fyrir neðan mitti. Svava segir frá slysinu og lífinu eftir slysið í við­tali við helgar­blað Frétta­blaðsins.

Svava fór aldrei aftur inn á heimili sitt, heimilið sem hafði hýst fjöl­skylduna í tæp­lega 19 ár og þar sem þeim hafði alltaf liðið vel.

„Læknirinn á Grens­ás hvatti okkur til að gera ráð­stafanir enda liði tíminn hratt. Við settum í­búðina okkar sem var á þriðju hæð á sölu og hún seldist strax.“

Svava og sam­býlis­maður hennar, Björn Svein­björns­son, kallaður Bjössi, skoðuðu svo fram­tíðar­heimili á netinu enda var hún ekki fær um að fara í skoðunar­ferðir vegna Co­vid-tak­markana. Þegar heimilið sem þau nú búa á kom upp fékk hún þó leyfi til að skoða.

„Við fengum sjúkra­þjálfara og iðju­þjálfa til að koma með okkur til að taka í­búðina út og skoða hvað þurfti að gera.“

Þau þurftu að ráðast í ein­hverjar fram­kvæmdir, aðal­lega á bað­her­bergi, svo Svava gæti at­hafnað sig þar.

Á meðan Svava safnaði kröftum og lærði á nýtt líf þurfti Bjössi ekki að­eins að sjá um heimilið heldur selja það, pakka bú­slóð og flytja.

„Hann er búinn að standa sig eins og hetja, þessi elska,“ segir Svava um sam­býlis­mann sinn til tæpra þrjá­tíu ára sem í októ­ber verður eigin­maður hennar.

„Ég bað hans á að­fanga­dags­kvöld heima hjá for­eldrum mínum fyrir framan þau og synina. Slysið ýtti við manni og maður hugsar: Hvað ef? og enginn veit hvað átt hefur fyrr en næstum því misst hefur,“ segir Svava sem pakkað hafði inn hringum í gjöf til Bjössa.

„Þetta kom honum al­gjör­lega á ó­vart,“ segir Svava en ætlunin er að fagna með vinum og nánustu fjöl­skyldu í næsta mánuði um leið og sam­bandið verður inn­siglað.

„Við ætluðum alltaf að gifta okkur en svo leið tíminn. Nú er ég bara hætt að bíða eftir rétta tímanum og ein­hverju svo­leiðis bla. Rétti tíminn er núna! Það á ekki alltaf að bíða eftir að passa í rétta and­skotans kjólinn. Keyptu þér bara kjól sem passar!

Við erum í því að lifa og njóta lífsins og búin að fara í þrjár utan­lands­ferðir á árinu og tvær eftir,“ segir Svava sem viður­kennir að hafa kviðið fyrir fyrstu ferðinni, hvernig myndi ganga að ferðast í hjóla­stól og með öllu sem því fylgir, en hún hafi þó gengið vel.“