Stjórnsýsla

Axlar sína ábyrgð á óstjórn með afsögn

Ármann Höskuldsson, fyrrverandi stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Fréttablaðið/Valli

Þessi framúrkeyrsla gerist á minni vakt þannig að eðlilegt er að ég axli mína ábyrgð og hætti,“ segir Ármann Höskuldsson, fyrrverandi stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, sem steig til hliðar samhliða nýbirtri úttekt Capacent á rekstri þjóðgarðsins.

Umhverfisráðuneytið fyrirskipaði í ársbyrjun óháða úttekt á fjárreiðum og rekstri þjóðgarðsins vegna fyrirséðrar framúrkeyrslu frá samþykktri rekstraráætlun síðasta árs, líkt og Fréttablaðið greindi frá í byrjun febrúar. Niðurstaða Capacent var að framúrkeyrsla hafi numið 190 milljónum króna svo fátt eitt sé nefnt.

Sjá einnig: Áfengiskaup og fimm milljónir í lögfræðinga í apríl og maí

Skýrslan er svört, ekki aðeins um rekstur þjóðgarðsins heldur um æðstu stjórnendur hans, stjórnarformanninn og Þórð H. Ólafsson framkvæmdastjóra, sem sagt var upp í ljósi niðurstöðu skýrslunnar. Nokkur hluti hennar er enda helgaður umfjöllun um trúnaðarbrest þeirra á milli sem virðist hafa litað starfsemi og samskiptaörðugleika í rekstri þjóðgarðsins um nokkra hríð og leitt hafi til óreiðu og óstjórnar.

Ármann kveðst ekki ætla að tjá sig um þá gagnrýni sem fram komi í skýrslunni öðruvísi en að axla ábyrgð með því að segja upp.

„Núna er ég bara hættur, get fengið frið frá þessu enda hefur verið nóg um læti undanfarið og það er svo sitjandi stjórnar og þeirra sem taka við að leysa úr málinu.“

Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur logað í illdeilum innan stjórnarinnar og áheyrnarfulltrúi Samtaka útvistarfélaga gagnrýnt að stjórnin væri nær óstarfhæf vegna vandamála.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Áfengiskaup og fimm milljónir í lögfræðinga í apríl og maí

Innlent

Kol­svört skýrsla af­hjúpar 800 þúsund króna meðal­laun

Stjórnsýsla

Fram­kvæmda­stjóri þjóð­garðsins hættir vegna frá­vika í rekstri

Auglýsing

Nýjast

Telja tíu af eftir sprengingu í flutninga­skipi á Svarta­hafi

Ísraelar réðust á írönsk skot­mörk í Sýr­landi

Píratar leggja fram frum­varp um nýja stjórnar­skrá

Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja á Alþingi

Fresta ekki Brexit né halda þjóðar­at­­kvæða­­greiðslu

Vonast til að ná til Julens á morgun

Auglýsing