Ben Wallace, varnar­mála­ráð­herra Bret­lands, segir að á­varp Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta í morgun þar sem hann til­kynnti um her­kvaðningu allt að 300 þúsund manna, sé sönnun þess að Rússar séu að tapa stríðinu.

Pútín hyggst leggja allt í sölurnar til að ná völdum í austur­hluta Úkraínu en úkraínski herinn hefur náð tökum á mikil­­vægum svæðum þar undan­farnar vikur. Her­kvaðningin tekur gildi strax í dag og gæti þýtt að allt að 300 þúsund her­­menn verði sendir til Úkraínu.

Í yfir­lýsingu sem Wallace sendi frá sér í morgun vandaði hann Pútín og ráð­herrum hans ekki kveðjurnar.

„Hann og varnar­mála­ráð­herrar hans hafa sent tug­þúsundir af eigin borgurum í opinn dauðann. Á­róður eða hótanir geta ekki falið þá stað­reynd að Úkraínu­menn eru að vinna þetta stríð, heims­byggðin stendur saman og Rússar eru að verða út­lagar í al­þjóð­legu sam­fé­lagi.“