Austur­rískur maður var á ný­verið dæmdur í fimm­tán mánaða fangelsi fyrir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, en honum var gefið að sök að hafa flutt inn mikið magn af kókaíni, ætluðu til sölu­dreifingu hér á landi.

Maðurinn kom til landsins frá Amsterdam í Hollandi, en var stöðvaður á Kefla­víkur­flug­velli með 995.64 grömm af kókaíni, með 83 til 85 prósent styrk­leika, sem hann hafði falið í far­angri sínum.

Málið var tekið fyrir í Héraðs­dómi Reykja­ness síðast­liðinn fimmtu­dag, en þar játaði maðurinn brot sitt án undan­dráttar og sam­þykkti upp­töku­kröfu á fíkni­efnunum. Maðurinn krafðist þess að fá vægustu refsingu sem lög leyfa og að gæslu­varð­hald sem hann hafði sætt hér á landi yrði til frá­dráttar dæmdri refsingu.

Sam­kvæmt saka­vott­orði mannsins hafði hann ekki áður gerst sekur um refsi­verða hátt­semi og það voru engin gögn um að hann hafði gerst sekur um refsi­verða hátt­semi í heima­landi sínu. Af rann­sókn málsins var ekki séð að maðurinn hafi verið eig­andi fíkni­efnanna, en þó virðist sem hann hafi sam­þykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.

Maðurinn verður því gert að sæta fangelsi í fimm­tán mánuði og til greiðslu 1.331.994 krónur í sakar­kostnað. Þá voru fíkni­efnin gerð upp­tæk.