Austurrískur maður var á nýverið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en honum var gefið að sök að hafa flutt inn mikið magn af kókaíni, ætluðu til söludreifingu hér á landi.
Maðurinn kom til landsins frá Amsterdam í Hollandi, en var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli með 995.64 grömm af kókaíni, með 83 til 85 prósent styrkleika, sem hann hafði falið í farangri sínum.
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn fimmtudag, en þar játaði maðurinn brot sitt án undandráttar og samþykkti upptökukröfu á fíkniefnunum. Maðurinn krafðist þess að fá vægustu refsingu sem lög leyfa og að gæsluvarðhald sem hann hafði sætt hér á landi yrði til frádráttar dæmdri refsingu.
Samkvæmt sakavottorði mannsins hafði hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og það voru engin gögn um að hann hafði gerst sekur um refsiverða háttsemi í heimalandi sínu. Af rannsókn málsins var ekki séð að maðurinn hafi verið eigandi fíkniefnanna, en þó virðist sem hann hafi samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.
Maðurinn verður því gert að sæta fangelsi í fimmtán mánuði og til greiðslu 1.331.994 krónur í sakarkostnað. Þá voru fíkniefnin gerð upptæk.