Gul viðvörun er í gildi í dag vegna mikillar úrkomu á Austfjörðum.

Veðurstofa Íslands segir að búast megi við talsverðri eða mikilli rigningu.

Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum.

Þá verður aukið álag á fráveitukerfi og er fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.