Í dag er von á austan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s, og snjókomu með köflum eða skafrenningi. Það verður hvassast SA-lands en hægara og úrkomuminna fyrir norðan og austan í fyrstu og það lægir smám saman sunnanlands. Það verður talsverð snjókoma eða slydda á austanverðu landinu síðdegis, en annars dálítil él og dregur heldur úr frosti. Frost verður 1 til 10 stig, kaldast NA-lands.

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Faxaflóa, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Líklega verða sendar út nýjar veðurviðvaranir í dag sem munu gilda fyrir alla helgina.

Á morgun verður allhvöss eða hvöss austlæg átt, 10-18 m/s, og slydda eða snjókoma með köflum A-lands og rigning við ströndina, en annars hægari vindur og dálítil él. Það hvessir svo talsvert á SA-landi um kvöldið. Hiti verður í kringum frostmark, en það verður frostlaust með A-ströndinni.

Á sunnudag er enn búist við austanstormi með úrkomu í flestum landshlutum, en heldur hlýnandi veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Austan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu, hvassast og rigning úti við sjóinn, en annars hægara og dálítil él. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:

Austan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu, en rigningu með austurströndinni og hiti víða 0 til 5 stig. Hægari vindur, þurrt að kalla og vægt frost vestanlands.

Á mánudag:

Hvassar austanáttir með úrkomu víða um land og hita kringum frostmark.

Á þriðjudag:

Suðlægar áttir með éljum, en hvassviðri og slydda við NA-ströndina. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Útlit fyrir austan- og suðaustanáttir með snjókomu eða slyddu og áfram svalt veður.

Færð og ástand vega

Suðvesturland:

Hellisheiði er opin en hún gæti lokast aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar.

Vegurinn um Þrengsli er lokaður.

Suðausturland:

Lokað er frá Jökulsárlóni vestur úr en þungfært þaðan að Höfn