Vegurinn á milli Hnífs­dals og Ísa­fjarðar er lokaður þessa stundina vegna aur­skriðu sem féll niður Eyrar­hlíð og yfir veginn.

Þetta kemur fram í til­kynningu sem birtist á Face­book-síðu Lög­reglunnar á Vest­fjörðum. Í til­kynningunni kemur fram að vegurinn verði ekki opnaður fyrr en ofan­flóða­vakt Veður­stofunnar er búin að meta frekari hættu.