Ný­smitum og dauðs­föllum utan Kína fjölgar hraðar en áður en nú hafa minnst 26 látist utan Kína. Brátt verða þátta­skil á heims­vísu vegna dreifingu CO­VID-19 kóróna­veirunnar að sögn sér­fræðinga, sem vara við að veiran berist hraðar en við­bragð­á­ætlanir sem eigi að halda henni í skefjum.

Í heildina hafa rúm­lega 80 þúsund til­felli veirunnar verið stað­fest á heims­vísu og um 2619 látist. Yfir­gnæfandi meiri­hluti smita og dauðs­falla átti sér stað í Hubei fylki í Kína en þar hafa einnig ríf­lega 20 þúsund manns náð bata. 150 létust síðast­liðinn sólar­hring af völdum sjúk­dómsins öll að undan­skildum tveimur innan Kína.

Sótt­kví og ferða­bönn í ná­granna­ríkjum

Alls hafa sjö látist af völdum veirunnar í Suður-Kóreu og rúm­lega 760 manns smitast. Meiri­hluti smit­til­fellanna greindist meðal safnaðar­með­lima Shincheonji-kirkju Krists í borginni Daegu. Söfnuðurinn hefur í kjöl­farið verið settur í sótt­kví og sýni úr fólkinu send til greiningar.

Sjúk­dómurinn hefur dregið átta til dauða í Íran þar sem búið er að stað­festa 43 smit. Ferða­bann er i gildi á þeim svæðum þar sem sjúk­dómurinn hefur greinst og hafa ná­granna­þjóðir Íran margar hverjar lokað á öll ferða­lög til landsins.

Andlitsgrímur eru orðnar að einkennismerki kórónaveirunnar.
Fréttablaðið/EPA

Ekki hægt að rekja sjúk­dóminn til Kína

Þrjú er látin á Ítalíu vegna veirunnar og tæp­lega 160 smitast. Um 50 þúsund manns í ellefu bæjum er haldið í sótt­kví og blátt bann liggur við því að ferðast til og frá svæðunum. Yfir­völd reyna að sporna við út­breiðslu smita með því að sekta þá sem virða ekki út­göngu­bann. Einnig hefur skólum, líkams­ræktar­stöðvum, veitinga­stöðum og og fleiri opin­berum sam­komu­stöðum verið lokað tíma­bundið í á­kveðnum bæjum.

Ítalía er fyrsta landið í Evrópu þar sem ekki er hægt að rekja dauðs­fall af völdum Co­vid-19 veirunnar beint til Kína.