Þrátt fyrir kórónaveirufaraldurinn voru fleiri nýskráningar á bílum í marsmánuði sem var að ljúka heldur en á síðasta ári.

Alls bárust Samgöngustofu 1078 beiðnir um skráningu á nýjum fólksbifreiðum og 104 beiðnir um nýskráningu á notuðum fólksbifreiðum.

Til samanburðar var 1074 nýjir bílar skráðir í marsmánuði á síðasta ári.

Rafbílarnir frá Tesla eiga stóran þátt í því en alls voru 403 af þessum 1078 bílum frá Tesla.

Er það bæting um 399 bíla frá marsmánuði síðasta árs. Rafbílaframleiðandinn opnaði umboð á Íslandi á síðasta ári.