Fleiri hundruð börn liggja nú á sjúkra­húsum í Banda­ríkjunum vegna kórónu­veiru­smita og fer þeim ört fjölgandi dag frá degi. Þetta kemur fram á vef danska frétta­miðilsins TV2.

Sam­kvæmt nýjustu tölum Center for Disea­se Control and Pre­vention (CDC) í Banda­ríkjunum hafa inn­lagnir barna vegna smita af völdum krónuveirunnar aukist um 27 prósenta á einni viku. Börn eru nú um 2,4 prósent af heildar­inn­lögnum sjúkrahúsa í Banda­ríkjunum samkvæmt Politico.

Delta af­brigðið á­stæðan


Á­stæða fjölgunarinnar er sögð vera vegna opnun skólanna eftir sumar­frí, óbólu­settra barna yngri en 12 ára og Delta af­brigðið
Mar­cy Doderer, for­stjóri Arkansas barna­spítala, segir í sam­tali við The New York Times að fjölgun sjúkra­hús­inn­lagna meðal barna sé að miklu leyti vegna Delta af­brigðisins.

Barna­læknar í Banda­ríkjunum benda á bólu­setningar og grímu­notkun séu bestu leiðina til að vernda börnin gegn sýkingunni. Talið er að smitin meðal barna aukist ef þau um­gangast óbólu­setta fjöl­skyldu­með­limi, þetta segir Dr. Yvonne Maldona­do, sér­fræðingur í smit­sjúk­dómum við Stan­ford há­skóla, við The New York Times.

Í skýrslu American A­cademy of Pedi­at­rics (AAP) kemur fram að enn sé ó­venju­legt að börn veikist al­var­lega af kórónu­veirunni, hins vegar er á­hyggju­efni af lang­tíma af­leiðingum hjá börnum eftir að þau hafa smitast, skrifar AAP.

13 prósent nýrra smita yngri börn

Meðalaldur sjúklinga sem eru nýlega innlagðir á sjúkrahús með kórónuveirusmit er mun lægri en áður. Flestir eru á aldrinum 30 til 39 ára.

Aukning hefur einnig verið á til­fellum á inn­lögnum á yngri hópum í Dan­mörku frá því sem var. 13 prósent af öllum ný greindum kórónuveirusmitum eru börn á aldrinum 0 til 9 ára.

Yngsti aldurs­hópurinn er nú þriðji stærsti innilagðra á sjúkrahúsi.


Telja bólu­efnin örygg börnum


Hvorki Banda­ríkin né Lyfja­stofnun Evrópu hafa enn sam­þykkt bólu­efnin gegn kórónu­veirunni fyrir börn yngri en 12 ára.

Ný­lega lýsti danska heil­brigðis- og lyfja­eftir­litið því yfir að gögn frá Banda­ríkjunum sýna að börn á aldrinum 12 til 15 ára hafa ekki upp­lifað öðru­vísi auka­verkanir en full­orðnir ein­staklingar sem hafa fengið sama bólu­efni. Upplýsingarnar eru byggðar á öryggis­eftir­liti í Banda­ríkjunum á fleiri en 5,6 milljónum barna á aldrinum 12 til 15 ára sem hafa verið bólu­sett gegn kórónu­veirunni.

Søren Brostrøm, forstjóri Land­læknis­em­bættið í Dan­mörku telur því að óhætt sé að bólu­setja börn.