Em­bætti land­læknis á Eng­landi fylgist grannt með út­breiðslu á B.1.617.2 af­brigði kórónu­veirunnar sem geisar nú á Ind­landi. Vísinda­menn á Englandi segja af­brigðið dreifast hraðar á milli manna en tvö önnur stökk­breytt af­brigði veirunnar sem geisa á Ind­landi.

Sam­kvæmt BBC telja vísinda­menn að af­brigðið sé að minnsta kosti jafn bráð­smitandi og af­brigðið sem var greint í Kent á Eng­landi í fyrra.


Tals­maður land­læknis­em­bættisins segir stofnunina ætla ekki að tjá sig um gögn sem hafa lekið úr stofnunni. Sam­kvæmt heimildum BBC bendir hins vegar ekkert til þess að bólu­efni virki ekki gegn þessu af­brigði.

Ind­verska af­brigðið, B.1.617 var fyrst greint á Ind­landi í haust en nú hefur það stökk­breyst í þrjú ný af­brigði.

Talið er að um 500 til­felli af af­brigðinu hafa verið greind í Eng­landi flest í London og Norð­vestur hluta Eng­lands og fjölgar smitum hratt. Þá er þetta af­brigði al­gengasta af­brigð kórónu­veirunnar á Ind­landi.